Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mán 21. september 2020 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vallarþulurinn sagði Óttar vera að leika sinn síðasta heimaleik
Óttar er á leið til Ítalíu.
Óttar er á leið til Ítalíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Óttar Magnús Karlsson er á leið til Venezia á Ítalíu.

Fótbolti.net sagði frá þessu fyrir viku síðan. Óttar verður annar Íslendingurinn í herbúðum Venezia en Bjarki Steinn Bjarkason samdi nýlega við félagið.

Víkingur er þessa stundina að spila við HK í Pepsi Max-deildinni. Vallarþulurinn á heimavelli hamingjunnar sagði áður en leikurinn hófst að um væri að ræða síðasta heimaleik Óttars með Víkingum í bili.

„Hér rétt áður en að Egill flautaði leikinn á staðfesti lýsirinn á Víkingsvellinum að þetta sé síðasti heimaleikur Óttars Magnúsar fyrir Víking. Hann er á leið til Venezia á Ítalíu. Risa fréttir," skrifaði Kristófer Jónsson í beinni textalýsingu.

Óttar var í yngri flokkum Víkings áður en hann fór ungur til Ajax í Hollandi. Hann spilaði með Víkingi sumarið 2016 áður en hann fór til Molde í Noregi og síðan Trelleborgs og Mjallby í Svíþjóð. Hann gekk síðan aftur til liðs við Víking um mitt sumar í fyrra.

Hann hefur verið mjög flottur fyrir Víkinga og skorað 14 mörk í 21 leik í deild og bikar frá því hann kom í fyrra.

Textalýsinguna frá leiknum má nálgast hérna.
Athugasemdir
banner