Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. september 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ert tveimur vikum of snemma með þessa spurningu"
Það þarf virkilega mikið til til að vera áhugaverðara en það sem ég er í núna
Það þarf virkilega mikið til til að vera áhugaverðara en það sem ég er í núna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted er á lokaári á þriggja ára samningi sínum við Bodö/Glimt. Samningurinn rennur út eftir tímabilið í Noregi og var hann í sumar orðaður við önnur félög. Það hefur gengið vel hjá Alfons hjá Bodö/Glimt eftir komuna frá Norrköping snemma árs 2020. Liðið er tvöfaldur Noregsmeistari og hefur gert flotta hluti í Evrópu.

Fótbolti.net ræddi við hægri bakvörðinn í gær.

Sjá einnig:
Alfons glímir við meiðsli á öxl
Alfons: Draumur að fá að mæta á Emirates með mínum klúbbi

Rætt eftir landsleikjahlé
Eru einhverjar viðræður um nýjan samning í gangi?

„Það samkomulag sem ég var við félagið var að við ætluðum að leyfa sumarglugganum að klárast, sjá hvernig landið liggur og taka stöðuna eftir það. Ég heyrði eitthvað í þeim um daginn og við ætlum að ræða málin eftir landsleikjahlé. Þú ert kannski tveimur vikum of snemma með þessa spurningu."

„Þetta lítur allt í lagi út, það var einhver áhugi frá öðrum klúbbum en það þarf virkilega mikið til til að vera áhugaverðara en það sem ég er í núna. Við erum í Evrópu og í toppbaráttu í Noregi. Það var áhugi en ekki eitthvað sem Bodö/Glimt var tilbúið að sleppa mér fyrir eða ég tilbúinn að keyra hart á. Við þurfum að sjá hvernig staðan verður þegar líður aðeins á árið."


Meðvitaður um áhuga frá Þýskalandi
Alfons var í sumar orðaður við Aston Villa, Lyon, Bayer Leverkusen og HSV. Var áhuginn frá Þýskalandi raunverulegur?

„Ég hef ekki ennþá spurt þá hvort það kom samningur inn á borð. Bodö/Glimt vildi halda mér sem leikmanni félagsins í ár og það var ekki mikið farið út í það að íhuga hvort þeir væru tilbúnir að selja mig eða ekki. Það var einhver áhugi frá Þýskalandi, en hversu langt það fór veit ég ekki. Ég hef ekki ennþá spurt þá að því, það verður líklega eitthvað sem við ræðum þegar við setjumst niður. Ég veit bara í gegnum umboðsmanninn að það var áhugi," sagði Alfons.
Athugasemdir
banner
banner