Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 21. september 2022 23:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: KA.is 
Sveinn Margeir kallaður inn í U21 landsliðið
Sveinn Margeir í baráttunni gegn FH í sumar
Sveinn Margeir í baráttunni gegn FH í sumar
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

KA greinir frá því að Sveinn Margeir Hauksson, leikmaður liðsins, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp U21 árs landsliðsins fyrir komandi leiki gegn Tékkum.


Sveinn Margeir hefur spilað vel með KA í sumar en hann hefur leikið 24 leiki í deild og bikar og skoraði 4 mörk.

KA menn hafa lengi kallað eftir því að hann fái tækifærið og nú er það orðið að veruleika. 

„Við óskum Sveini Margeiri innilega til hamingju með valið sem og góðs gengis í þessu mikilvæga og spennandi verkefni, áfram Ísland!" segir í tilkynningunni á KA.is

Arnar Grétarsson þjálfari KA ræddi um Svein Margeir í viðtali við Fótbolta.net í vikunni.

„Ef hann heldur sínu striki þá fær hann einhverja möguleika, strákur með frábæra hæfileika og mikla möguleika," sagði Arnar.

Fyrri leikur Íslands og Tékklands í umspilinu fer fram á Víkingsvelli þann 23. september og sá síðari í Ceske Budojovice í Tékklandi 27. september, en báðir leikir hefjast klukkan 16:00 að íslenskum tíma.


Arnar Grétars hrósar dómaranum: Það kannski skilur liðin að í dag
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner