Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 21. október 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hjörvar: Englendingarnir vælt mest, hæst og leiðinlegast
Gary Martin, sóknarmaður ÍBV.
Gary Martin, sóknarmaður ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason, Dr Football.
Hjörvar Hafliðason, Dr Football.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rætt var um framhald Íslandsmótsins í nýjasta þætti hlaðvarpsins Dr Football sem sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason stýrir.

KSÍ ákvað í gær að reyna að halda Íslandsmótinu áfram í næsta mánuði og reyna að klára það, en kórónuveirufaraldurinn hefur sett stórt strik í reikinginn.

Knattspyrnuhreyfingin skiptist í tvo hópa með þessa ákvörðun; margir vilja klára mótið og margir vilja slaufa því. Hjörvar sagði í hlaðvarpi sínu að það væru Englendingar í íslenskum fótbolta sem væru að væla hvað mest.

„Ég ræddi þetta aðeins upp í HK og þar var þannig að þegar sviðsmyndirnar voru klárar, þá var undirbúið eftir því. Það var aldrei talað þar upp frá að mótin væru búin 30. október. Allt svona samtal við leikmenn og annað slíkt snerist um að sviðsmyndin er fram að 1. desember," sagði Hjörvar, en samkvæmt reglugerð KSÍ þarf mótið að klárast fyrir 1. desember.

„Þess vegna voru þeir að segja að það kemur mikið á óvart þetta hjal í þessum minni félögum. Það var talað um 1. desember."

„Það var ástæða fyrir því að það var gefin út lokadagsetning. Það var til að lið gætu undirbúið sig. Það eru fullt af liðum með útlendinga sem þarf að græja flugfar heim og annað slíkt ef menn eru ekki hér yfir veturinn. Sú afsökun getur farið út á hafsauga," sagði Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í þættinum.

„Þeir sem hafa vælt hvað mest, hæst og leiðinlegast yfir þessu eru Englendingarnir. Rosalega eru þeir vælnir. Maður átta sig núna á því af hverju Englendingarnir eru eins og þeir eru. Gary Martin vælir og skælir allan daginn á Twitter, það hafa fáir meira gaman að honum en ég, en leyfið honum bara að fara heim. Hann hefur engan áhuga á þessu greinilega. Tvö mörk í síðustu tíu leikjum segir allt sem segja þarf um það dæmi," sagði Hjörvar.

„Guttinn með Þróttaraliðið hjá stelpunum, hvað heitir hann? (Nik Chamberlain). Hann er vælandi og skælandi á samfélagsmiðlum."

„Þetta eru aðallega lið sem hafa mikilla hagsmuna að gæta, að þetta sé stöðvað. Leikþátturinn er slakur," sagði Kristján Óli.

„Það er samt gaman að sjá mann sem á allan málminn og búinn að vinna allt í þessum íslenska bolta eins og Guðjón Pétur Lýðsson; hann vill spila," sagði Hjörvar, sem segir að styttra undirbúningstímabil geti verið betra.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér með tenglinum hér að neðan.

Sjá einnig:
Pepsi Max-deildin á að klárast 30. nóvember


Athugasemdir
banner
banner
banner