Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 21. október 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meiðsli Van Dijk alvarlegri en óttast var í fyrstu?
Mynd: Getty Images
Liverpool er 1-0 yfir í hálfleik gegn Ajax í Meistaradeildinni í leik sem fer fram í Amsterdam í kvöld.

Þeir Joe Gomez og Fabinho eru í miðverði hjá Liverpool í kvöld. Virgil van Dijk er ekki með þar sem hann meiddist alvarlega í leik gegn Everton um síðustu helgi.

Fjölmiðlamaðurinn David Ornstein, sem starfar fyrir The Athletic, segir að meiðslin séu mögulega alvarlegri en talið var í fyrstu.

„Samkvæmt mínum upplýsingum, og ég legg áherslu á að það eru mínar upplýsingar og ekkert opinbert, að þá eru hnémeiðsli Virgil van Dijk alvarlegri en óttast var í fyrstu," segir Ornstein sem býst ekki við því að sjá Van Dijk aftur á vellinum á þessu tímabili.

Það er mikið áfall fyrir Liverpool að missa Van Dijk sem er einn allra besti varnarmaður í heimi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner