Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 21. október 2020 11:37
Magnús Már Einarsson
Özil brjálaður: Læt áttunda tímabil mitt hjá Arsenal ekki enda svona
Özil er úti í kuldanum hjá Arsenal.
Özil er úti í kuldanum hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Mesut Özil, miðjumaður Arsenal, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að hann var ekki valinn í 25 manna leikmannahóp liðsins fyrir ensku úrvalsdeildina.

Özil hefur verið úti í kuldanum hjá Mikel Arteta, stjóra Arsenal, og ekki komið við sögu á þessu tímabili. Ljóst er að hann spilar ekki í úrvalsdeildinni fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót en þá mega félög breyta hópum sínum.

Yfirlýsingin frá Özil
Það er erfitt að skrifa þessi skilaboð til stuðningsmanna Arsenal eftir að hafa spilað með félaginu undanfarin ár. Ég er gríðarlega vonsvikinn með þá staðreynd að ég sé ekki skráður í hópinn í ensku úrvalsdeildinni í augnablikinu. Þegar ég skrifaði undir nýjan samning árið 2018 þá lýsti ég yfir hollustu og ástríðu við félagið sem ég elska, Arsenal. Það gerir mig leiðan að fá ekki það sama til baka. Eins og ég hef kynnst þá er lítið um traust þessa dagana. Ég hef alltaf reynt að vera jákvæður í hverri viku um að það sé kannski möguleiki á að komast aftur í hópinn fljótlega. Þess vegna hef ég ekki sagt neitt hingað til.

Áður en hléið kom vegna kórónuveirunnar var ég mjög ánæðgur með þróunina undir stjórn nýja stjórans Mikel Arteta. Við höfum verið á jákvæðri leið og ég vil meina að frammistaðan mín hafi verið góð. Síðan breyttust hlutirnir aftur og ég fæ ekki að spila fótbolta með Arsenal.

Hvað meira get ég sagt? London er ennþá heimili mitt, ég á ennþá góða vini í liðinu og ég finn ennþá sterka tengingu vð stuðningsmenn félagsins. Sama hvað gerist, ég mun halda áfram að berjast fyrir mínu tækifæri og ég ætla ekki að láta áttunda tímabil mitt hjá Arsenal enda svona. Ég get lofað ykkur því að þessi erfiða ákvörðun mun ekki hafa áhrif á hugarfar mitt - Ég mun halda áfram að æfa eins vel og ég get og nota rödd mína eins og ég get til að mótmæla ómennsku og kalla eftir réttlæti.

Mesut
Athugasemdir
banner