Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 21. október 2020 17:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin á að klárast 30. nóvember
Það verður líklega spilað í snjó.
Það verður líklega spilað í snjó.
Mynd: Raggi Óla
Valur er á toppnum í Pepsi Max-deild karla.
Valur er á toppnum í Pepsi Max-deild karla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er á toppnum í Pepsi Max-deild kvenna.
Breiðablik er á toppnum í Pepsi Max-deild kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er komin ný leikjadagskrá fyrir lokasprettinn á Íslandsmótinu, en KSÍ tók í gær ákvörðun um að halda keppni áfram. Stefnan er sett á að mótið fari aftur af stað í næsta mánuði ef slakað verður á takmörkunum.

Íslandsmótið hefur hingað til klárast í síðasta lagi í byrjun október en breyttar aðstæður eru í ár vegna kórónuveirufaraldursins.

Samkvæmt nýrri leikjadagskrá mun keppni í Pepsi Max-deild karla klárast 30. nóvember með heilli umferð það mánudagskvöld.

Keppni í Pepsi Max-deild kvenna á að klárast 18. nóvember og keppni í Lengjudeild karla á að klárast 14. nóvember.

Félög á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið leyfi til að æfa með sérstökum skilyrðum.

Pepsi Max-deild karla

Frestaður leikur
16. nóvember Stjarnan - KR

19. umferð (spiluð 8. nóvember)
KA - FH
Fylkir - Valur
Stjarnan - ÍA
Fjölnir - KR
Víkingur R. - Grótta
Breiðablik - HK

20. umferð (spiluð 22. nóvember)
KR - KA
ÍA - Breiðablik
Víkingur R. - Stjarnan
Grótta - FH
HK - Fylkir
Valur - Fjölnir

21. umferð (spiluð 26. nóvember)
Fylkir - ÍA
KA - Valur
Fjölnir - HK
Breiðablik - Víkingur R.
FH - KR
Grótta - Stjarnan

22. umferð (spiluð 30. nóvember)
Grótta - KR
HK - KA
Víkingur R. - Fylkir
Stjarnan - Breiðablik
ÍA - Fjölnir
Valur - FH

Pepsi Max-deild kvenna

Frestaðir leikir
18. nóvember Fylkir - KR
11. nóvember KR - Breiðablik

17. umferð (spiluð 8. nóvember)
Selfoss - ÍBV
FH - Valur
Breiðablik - Fylkir
KR - Þór/KA
Þróttur R. - Stjarnan

18. umferð (spiluð 15. nóvember)
Valur - Selfoss
Fylkir - FH
ÍBV - KR
Þór/KA - Þróttur R.
Stjarnan - Breiðablik

Hægt er að skoða alla leikjadagskrá á vefsíðu KSÍ.

Sjá einnig:
Hvað verður um grasleikina sem eftir eru í Pepsi Max-deildinni?
Athugasemdir
banner
banner