Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. október 2020 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Hamren hafi bara horft á þegar Zlatan hellti sér yfir liðsfélaga
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: Getty Images
Zlatan er með mikið sigurhugarfar og hann er ekki allra.
Zlatan er með mikið sigurhugarfar og hann er ekki allra.
Mynd: Getty Images
Hamren og Zlatan.
Hamren og Zlatan.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic átti stórleik fyrir AC Milan í 2-1 sigri á Inter í Derby della Madonnina í ítölsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Zlatan, sem er 39 ára gamall, er nýbúinn að jafna sig á kórónuveirunni en hann skoraði bæði mörk Milan í leiknum og var maður leiksins.

Björn Már Ólafsson, helsti sérfræðingur Íslands um ítalska boltann, heldur úti hlaðvarpsþætti á Fótbolta.net um ítalska boltann. Í síðasta þætti talaði hann um Zlatan og það hugarfar sem sænski sóknarmaðurinn er með.

„Hann er nýkominn aftur eftir kórónuveiruna, en það er ekki bara þessi veira sem hefur verið að angra hann," sagði Björn Már.

„Það kom út áhugaverð bók fyrir nokkrum vikum síðan í Svíþjóð. Einn þekktasti blaðamaður Svía, Olof Lundh, gaf út bók sem fjallar um sænska landsliðið. Það er kafli um Zlatan Ibrahimovic sem hefur vakið mikla athygli og skapað fjaðrafok, bæði fyrir hann og stjórn sænska landsliðsins."

„Í þessari bók fjallar Lundh um það hvernig Zlatan er í klefanum, hvernig hann kemur fram við liðsfélaga og dregur upp dökka mynd af því hvernig framkoma hans er og hvernig enginn starfsmaður landsliðsins eða liðsfélagi þorir að stöðva hann þegar þeim finnst hann ganga of langt. Hann er þekktur sem sigurvegari, og hefur verið leiðtogi og sigurvegari hvert sem hann hefur farið."

„Það er enginn vafi á því heldur að hann er erfiður, og þegar þú ert ekki að standa þig þá er hann fyrsti maðurinn til að láta þig heyra það. Hann reynist gríðarlega erfiður ef þú ert ekki tilbúinn að leggja það á þig sem þarf til að vinna. Sumir leikmenn þola, aðrir leikmenn þola það ekki."

„Í þessari bók eru sérstaklega nefnd atvik þar sem Zlatan eftir leiki eða æfingar tekur fyrir leikmann og fer með hann í herbergi við hliðina á búningsklefanum þar sem hann gefur honum hárþurrkuna. Á meðan sitja allir liðsfélagarnir inn í klefanum skjálfandi á beinunum. Þetta gekk það langt einhvern tímann að maður í starfsliði landsliðsins þurfti að loka hurðinni svo það myndi ekki heyrast úthúðunin sem liðsfélagi strákana í landsliðinu var að fá frá Zlatan."

Zlatan gekk aftur í raðir AC Milan í janúar síðastliðnum og hefur gengið vel á þessu tímabili. Milan hefur unnið fyrstu fjóra leiki sína. Zlatan hefur komið með sigurhugarfar inn í lið Milan.

„Zlatan er ekki auðveldur við að eiga og hann gerir miklar kröfur á liðsfélaga sína. Þetta er það sem hann hefur verið að gera hjá AC Milan, gera kröfur um frammistöðu og gera kröfur um að menn hlýði honum. Hann hefur fengið að ráða miklu hjá AC Milan, hann hefur sterka rödd þegar kemur að því hvaða þjálfari er ráðinn, sterka rödd þegar kemur að því hvaða leikmenn eru fengnir og jafnvel hvernig byrjunarliðið er," segir Björn.

Zlatan hraunaði yfir Elm í vináttulandsleik
Daily Mail gerði grein um þessa nýju bók og það sem sagt er um Zlatan í bókinni. Þar kemur Erik Hamren, núverandi landsliðsþjálfari Íslands, við sögu.

Hamren þjálfaði sænska landsliðið frá 2009 til 2016, en hann hefur verið gagnrýndur mjög fyrir starfs sitt með sænska liðið. Hann var gagnrýndur og orðinn frekar óvinsæll undir lokin. Eitt af því sem hann var hvað mest gagnrýndur fyrir var að gefa Zlatan of mikla ábyrgð.

Sænskir blaðamenn segja jafnvel að liðið hafi meira verið liðið hans Zlatan en liðið hans Hamren.

Zlatan kunni vel við Hamren, en fram kemur í bókinni að Hamren hafi setið hjá á meðan Zlatan hafi látið liðsfélaga sinn, Rasmus Elm, heyra það í hálfleik í vináttulandsleik gegn Englandi, sem Svíþjóð vann 4-2. Svíar voru 2-1 undir í hálfleik.

„Zlatan var harður við Rasmus og braut hann niður, þó hann hafi reynt að svara. Hamren stóð bara þarna en hann skarst loksins í leikinn og sagði: 'Rasmus, nú er nóg komið'."

„Þarna missti Hamren álit margra leikmanna, jafnvel þeirra sem voru nánir honum," segir í bókinni.

Hamren hefur verið landsliðsþjálfari Íslands frá 2018 og er hann einum sigri frá því að koma liðinu á EM næsta sumar.

Sjá einnig:
Zlatan: Geta ekki einu sinni stöðvað mig núna
Ítalski boltinn - Zlatan sýningin í Derby della Madonnina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner