Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. október 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Benzema ekki viðstaddur - „Þetta er skammarlegt”
Karim Benzema er ásakaður um að eiga aðild í að kúga fé úr Mathieu Valbuena
Karim Benzema er ásakaður um að eiga aðild í að kúga fé úr Mathieu Valbuena
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Karim Benzema er í Madríd og verður væntanlega ekki viðstaddur restina af réttarhöldunum
Karim Benzema er í Madríd og verður væntanlega ekki viðstaddur restina af réttarhöldunum
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Réttarhöld yfir Karim Benzema og fjórum öðrum sakborningum hófust í gær í einu umtalaðasta máli Frakklands. Benzema var sá eini sem var ekki viðstaddur réttarhöldin og var hann gagnrýndur fyrir það.

Forsaga málsins má rekja til kynlífsmyndbands sem Mathieu Valbuena, fyrrum leikmaður franska landsliðsins, var með í símanum sínum. Vafasamir einstaklingar komust yfir myndbandið og er Benzema talinn hafa átt mikinn þátt í að kúga fé úr honum.

Benzema hefur ávallt haldið sakleysi sínu fram og sagt að hann hafi aðeins reynt að hjálpa Valbuena úr erfiðum aðstæðum. Allt þetta gerðist árið 2015 og var Benzema meinað að spila með franska landsliðinu í kjölfarið.

Hann hins vegar snéri aftur í sumar og spilaði með Frökkum á Evrópumótinu og er enn plönum þeirra.

Benzema var kærður árið 2015 fyrir aðild að málinu og gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi ef hann verður fundinn sekur en réttarhöldin hófust í gær og var Benzema ekki viðstaddur.

„Mér fannst ég vera í hættu og fyrsta sem ég hugsaði um var að leggja fram kvörtun. Fótbolti er líf mitt og ég vissi að ef þetta myndband myndi leka á samfélagsmiðla þá væri erfitt fyrir mig að halda áfram að spila með Frakklandi," sagði Valbuena við fréttamiðla í gær.

„Þegar Benzema sagði við mig að hann vildi tala við mig þá datt mér ekki í hug að hann vildi tala við mig um þetta. Eftir að ég átti samtalið við hann þá gekk ég úr herberginu og var í losti. Mér leið eins og hann hafi farið fram á að ég myndi hitta manneskju sem væri málamiðlari. Þessi manneskja sem hann treysti (Karim Zenati) var mjög ágengur."

„Það eru sex ár frá því þetta mál fór af stað. Ég sá að það voru allir þarna, eða svona næstum því. Karim er ekki á staðnum, sem er skammarlegt, en svona er þetta,"
sagði hann ennfremur.

Hvað fór fram á fyrsta degi?

Þeir fjórir sakborningar, fyrir utan Benzema, voru á staðnum þeir Axel Angot, Karim Zenati, Mustapha Zouaoui og Younes Houass, en allir fóru í gegnum vitnaleiðslur í gær.

Houass var fyrstur og neitaði hann því að hafa reynt að kúga fé úr Valbuena. Hann hafi verið í samskiptum við franska landsliðsmanninn en að hugmyndin hafi eins og áður hefur komð fram, aldrei að kúga fé úr honum.

Næstur var Angot, sem spilaði stórt hlutverk í málinu, en hann heldur utan um þjónustu fyrir 200 íþróttamenn. Valbuena lét hann fá síma sinn árið 2014 til að láta lagfæra hann og þar hafi hann fundið kynlífsmyndbandið. Angot sá leik á borði.

Angot var með 25 þúsund evra skuld á bakinu og sá þarna leið til þess að ganga frá þeirri skuld. Hann ætlaði að leka myndbandinu og plata Valbuena til þess að leita til hans og reyna að fjarlægja það af netinu, en forseti dómstólsins var ekki að kaupa þá sögu.

Angot er þegar búinn að játa sök að hafa átt þátt í því að kúga fé úr Valbuena.

Eftir hádegi var komið að Zouaoui en hann fór beint í það að saka Djibril Cisse, fyrrum leikmann Liverpool og franska landsliðsins, Anthony Fedon, málamiðlara og Houass um að hafa reynt að kúga Valbuena. Zouaoui er sagður höfuðpaurinn í þessu máli og hefur hann áður verið viðriðinn fjárkúgunarmál í Sviss og er talinn hafa kúgað fé úr Cisse þegar kynlífsmyndband af honum fór í dreifingu.

Það er nú þegar búið að sýkna Cisse í Valbuena-málinu en hann varaði Valbuena við því að einhver ætlaði að leka myndbandinu. Hann átti enga aðild að málinu og vildi aðeins vara vin sinn við.

Zouaoui hafði samband við Valbuena svo myndbandið myndi ekki leka á samfélagsmiðla.

„Ég hafði bara samband við hann svo þetta myndi ekki leka, annars hefði það sært hann verulega. Við þjónustum hans með því að að eyða myndbandinu og hann þakkar okkur fyrir, en við vildum aldrei kúga fé úr honum," sagði Zouaoui í gær

Valbuena var næstur í röðinni og spurði lögmaður Benzema hann spjörunum úr.

„Eftir fundinn við Benzema vissi ég að hann væri partur af þessu og mér leið eins og hann vildi hræða mig. Þetta átti að vera á milli okkar. Ég vildi vernda Benzema og franska landsliðið."

„Við vorum liðsfélagar. Við áttum eðlilegt samband hjá landsliðinu en fyrir utan það þá hittumst við aldrei."

„Benzema talaði aldrei við mig um peninga. Ég hef alltaf sagt það frá byrjun, en hann var áræðinn. Hann vildi ekki hjálpa mér og sagði við mig að þetta væri alvarlegt og að EM væri handan við hornið."


Valbuena sér þó að vissu leyti eftir því að hafa lagt fram kvörtun enda kostaði það hann sæti á EM árið 2016.

„Ég hefði aldrei lagt fram kvörtn ef ég vissi að Benzema væri partur af þessu. Þetta særði mig og franska landsliðið. Fyrir utan það þá hefði ég getað spilað á EM 2016." ''

Hefði aldrei blandað Benzema í málið

Síðasti aðilinn í málinu var Karim Zenati, æskuvinur Benzema, sem á sér glæpsamlega fortíð. Hann hefur verið dæmdur fyrir vopnað rán og eiturlyfjasmygl og var lengi vel á launaskrá hjá Benzema áður en þetta mál kom upp.

Hann má ekki hafa samband við franska landsliðsmanninn í dag og var mesti hitinn á honum í vitnaleiðslunum. Upptökur af símtali milli hans og Benzema voru spilaðar í dómssalnum sem gefa í skyn að þeir voru í raun og veru að kúga fé úr Valbuena, en hann neitar því þó alfarið.

„Ef það var einhvern tímann möguleiki á að þetta væri kúgun þá hefði ég aldrei blandað Benzema í málið," sagði Zenati.

„Símtalið við Benzema voru bara tveir vinir að grínast. Þetta var kjánalegt þegar maður horfir til baka en við fórum ekki yfir neina línu."

„Ég var þriðji einstaklingurinn sem var blandað inn í þetta mál sem hafði þegar verið í gangi í einhvern tíma. Það var barnalegt af mér að blanda mér í þetta,"
sagði hann ennfremur.

Réttarhöldin halda áfram í dag og verða næstu tvo til þrjá daga.
Athugasemdir
banner
banner
banner