Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. október 2021 15:00
Elvar Geir Magnússon
Svona er besta miðja Man Utd að mati Wenger
Brasilíumaðurinn Fred.
Brasilíumaðurinn Fred.
Mynd: EPA
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, telur að Ole Gunnar Solskjær hafi fundið bestu lausnina fyrir miðsvæði sitt í 3-2 endurkomusigrinum gegn Atalanta í gær.

Scott McTominay byrjaði með Fred á miðsvæðinu og Paul Pogba á bekknum en þegar United var undir kom Pogba inn í seinni hálfleiknum.

Wenger var ánægður með það sem hann sá frá miðjuþrennunni Fred, Bruno Fernandes og franska landsliðsmanninum. Hann telur að þeir muni byrja stórleikinn gegn Liverpool á sunnudag.

„Pogba gerði vel. Hann gaf þeim meiri kraft og kom með fleiri hættulegar sendingar. Og þegar Pogba kom inn varð Bruno betri. Bruno var slakur í fyrri hálfleik en lifnaði við í þeim seinni," segir Wenger.

„Ég vil samt mest hrósa Fred. Hann var framúrskarandi varnarlega og með mikla vinnusemi í seinni hálfleiknum."
Athugasemdir
banner
banner
banner