Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 21. október 2021 11:30
Elvar Geir Magnússon
Þjálfaramálin: Skipti hjá tveimur félögum í efstu deild
Hermann Hreiðarsson er kominn heim til Eyja.
Hermann Hreiðarsson er kominn heim til Eyja.
Mynd: ibvsport.is
Ágúst Gylfason er tekinn við Stjörnunni.
Ágúst Gylfason er tekinn við Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Arnar Jökulsson (til hægri) tók við Fjölni.
Úlfur Arnar Jökulsson (til hægri) tók við Fjölni.
Mynd: Fjölnir
Nú á haustdögum virtist stefna í rosalegan þjálfarakapal í íslenska boltanum. Óhætt er að segja að ekkert hafi orðið af honum en aðeins tvö félög í efstu deild karla verða með nýjan mann í brúnni á næsta ári.

Ágúst Gylfason tók við Stjörnunni af Þorvaldi Örlyggssyni sem fór í nýtt starf hjá félaginu og Hermann Hreiðarsson tók við nýliðum ÍBV eftir að Helgi Sigurðsson lét af störfum.

Efsta deild 2022:
Víkingur - Arnar Gunnlaugsson
Breiðablik - Óskar Hrafn Þorvaldsson
KR - Rúnar Kristinsson
KA - Arnar Grétarsson
Valur - Heimir Guðjónsson
FH - Ólafur Jóhannesson
Stjarnan - Ágúst Gylfason*
Leiknir - Sigurður Heiðar Höskuldsson
ÍA - Jóhannes Karl Guðjónsson
Keflavík - Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Eysteinn Húni Hauksson
Fram - Jón Sveinsson
ÍBV - Hermann Hreiðarsson*
*Með nýjan þjálfara

Hræringarnar hafa orðið meiri í Lengjudeildinni.

Fylkir og HK féllu niður í Lengjudeildina. Rúnar Páll Sigmundsson, sem kláraði tímabilið með Fylki, verður áfram í Árbænum og Brynjar Björn Gunnarsson verður áfram með HK.

Jón Þór Hauksson gerði nýjan samning við Vestra en í Lengjudeildinni voru hinsvegar alls fimm félög sem fengu inn nýja þjálfara fyrir næsta ár. Þar á meðal eru Fjölnismenn sem enduðu í þriðja sæti en Úlfur Arnar Jökulsson sem var með 2. flokk félagsins er tekinn við stjórnartaumunum í Grafarvogi.

1. deild 2022:
HK - Brynjar Björn Gunnarsson
Fylkir - Rúnar Páll Sigmundsson
Fjölnir - Úlfur Arnar Jökulsson*
Kórdrengir - Davíð Smári Lamude
Vestri - Jón Þór Hauksson
Grótta - Chris Brazell*
Grindavík - Alfreð Elías Jóhannsson*
Selfoss - Dean Martin
Þór - Þorlákur Árnason*
Afturelding - Magnús Már Einarsson
Þróttur Vogum - Eiður Ben Eiríksson*
KV - Sigurvin Ólafsson
*Með nýjan þjálfara
Athugasemdir
banner
banner
banner