Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sampson aftur í vandræði vegna fordóma
Mynd: Getty Images
Mark Sampson, sem var rekinn úr starfi sínu sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í september 2017, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir kynþáttafordóma.

Sampson var rekinn úr stöðu sinni hjá landsliðinu vegna kynþáttafordóma og var svo ráðinn í þjálfarateymi Stevenage síðasta júlí, tæpum tveimur árum síðar. Hann tók svo við sem bráðabirgðastjóri í byrjun september.

Nú gæti Sampson þó verið að missa sitt annað starf í knattspyrnuheiminum vegna kynþáttafordóma. Fyrrum þjálfari hjá Stevenage varð vitni að fordómum hjá Sampson í starfi og ákvað að fara með málið lengra.

Knattspyrnusambandið telur sig hafa nægilega mikið af gögnum til að dæma Sampson í annað bann.

Phil Wallace, forseti Stevenage, hefur miklar mætur á Sampson.
Athugasemdir
banner
banner
banner