lau 21. nóvember 2020 10:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool og Milan skoða ungan miðvörð Ajax
Powerade
Perr Schuurs.
Perr Schuurs.
Mynd: Getty Images
Khedira er orðaður við Everton og West Ham.
Khedira er orðaður við Everton og West Ham.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðurpakka dagsins sem tekinn er saman af BBC.



Arsenal er að skoða að kaupa Dominik Szoboszlai (20), ungverskan miðjumann RB Salzburg sem er með 23 milljón punda riftunarákvæði í samningi sínum. (Mirror)

Tottenham mun mögulega kaupa varnarmann í janúar og gæti Davinson Sanchez (24) verið á förum. (Football Insider)

Ronald Koeman, stjóri Barcelona, er sannfærður að Lionel Messi (33) fari ekki frá félaginu þegar samningur hans rennur út næsta sumar. (Goal)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, kveðst ekki hafa hugmynd um það hvort félagið reyni að fá miðvörð í janúar. (Goal)

Ajax hefur sagt Liverpool að Englandsmeistararnir þurfi að borga 26,7 milljónir punda fyrir varnarmanninn Perr Schuurs (20). AC Milan hefur einnig áhuga. (Sempre Milan)

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, segir að sögusagnir um að Isco (28) og Sami Khedira (33) séu á leið til félagsins séu ekkert meira en sögusagnir. (Liverpool Echo)

Khedira, sem er leikmaður Juventus, hefur einnig verið orðaður við West Ham. (Sport Mediaset)

Ekki er búist við því að Khedira fari í MLS-deildina í Norður-Ameríku. (Bild)

Granit Xhaka (28) er með engin plön um það að yfirgefa Arsenal í janúar og fara til Inter Milan. (Calciomercato)

Giovanni Reyna (18), sem hefur verið orðaður við Liverpool, er búinn að skrifa undir langtímasamning við Borussia Dortmund. (Team Talk)

Alf-Inge Haaland, fyrrum leikmaður Nottingham Forest, Leeds og Manchester City, og faðir Erling Haaland segir að enska úrvalsdeildin heilli son sinn en hann sé einbeittur á að vinna titla með Dortmund. (Sport 1)

Trevor Sinclair, fyrrum miðjumaður Man City, býst fastlega við því að Messi komi til City eftir að Pep Guardiola skrifaði undir nýjan samning við félagið. (Talksport)

Leeds gæti gert 20 milljón punda tilboð í Ryan Kent (24), kantmann Rangers í Skotlandi. (Football Insider)

Neil Warnock, stjóri Middlesbrough, hefur greint frá að hann hafi næstum því tekið þátt í raunveruleikaþættinum 'I'm a Celebrity… Get Me Out of Here!' - ekki er útilokað að hann taki þátt í þættinum í framtíðinni. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner