Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. nóvember 2021 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað verður um Valgeir?
Valgeir Valgeirsson.
Valgeir Valgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson er enn leikmaður HK, þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr efstu deild síðasta sumar.

Valgeir er einn efnilegasti leikmaður landsins og kæmi það á óvart að sjá hann í næst efstu deild næsta sumar. HK hefur hingað til ekki leyft honum að fara þrátt fyrir mikinn áhuga frá félögum úr efstu deild. Rætt var um málið í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

„Ég var eitthvað aðeins að reyna að hlera hvernig þessi mál standa. Víkingar eru á meðal félaga sem vilja fá hann, en HK-ingar vilja bara halda í þennan gimstein sinn," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Þeir vilja bara lána hann, þeir vilja ekki selja hann," sagði Elvar jafnframt.

„Ég ræddi við Frosta (formann HK) og spurði hann út í sögusagnirnar, hvort það sé málið að þeir vilji að hann framlengi og lána hann svo. Hann neitaði að tjá sig um það, en ég held að það sé nákvæmlega það sem HK-ingar vilja - svo þeir fái tekjurnar ef hann verður seldur erlendis," sagði Sæbjörn Þór Steinke.

„Þótt að hann hafi átt slakt tímabil - eins og allir HK-ingar - þá vitum við hvað býr í þessum strák," sagði Elvar Geir.

Hægt er að hlusta á allan útvarpsþáttinn hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Stóru málin í íslenska og enska boltanum
Athugasemdir
banner