sun 21. nóvember 2021 21:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Átján ára hetja Mourinho - Fyrsta tap Napoli
Kom inn af bekknum og skoraði tvö.
Kom inn af bekknum og skoraði tvö.
Mynd: Getty Images
Inter hafði betur gegn Napoli.
Inter hafði betur gegn Napoli.
Mynd: EPA
Jose Mourinho ætlaði sér að sjá til þess að Andriy Shevchenko myndi tapa sínum fyrsta leik í félagsliðafótbolta. Honum tókst ætlunarverk sitt.

Mourinho þjálfaði Shevchenko hjá Chelsea á sínum tíma. Í dag mættust þeir á hliðarlínunni; Shevchenko með Genoa og Mourinho með Roma.

„Þetta er hans fyrsta starf með félagsliði, en hann stóð sig vel með landslið Úkraínu. Hann er með hugmyndir, hann er leiðtogi... en ég vona að hann tapi sínum fyrsta leik með félagslið, eins og ég gerði," sagði Mourinho fyrir leik.

Leikurinn var markalaus alveg fram á 82. mínútu, en þá skoraði Felix Afena-Gyan fyrir Roma. Þessi 18 ára gamli leikmaður kom inn af bekknum í seinni hálfleik, en hann var aftur á ferðinni í uppbótartíma og lokatölur 2-0.

Roma er núna í fimmta sæti með 22 stig. Shevchenko hefur verk að vinna, lið hans er í 18. sæti með níu stig.

Markaleikur í Mílanó
Í Mílanó var mikill markaleikur þegar Inter mætti Napoli. Þar varð Inter fyrsta liðið til að leggja Napoli að velli á þessu tímabili í deildinni.

Napoli tók forystuna á 17. mínútu en Inter gerði vel í að koma til baka fyrir leikhlé. Ivan Perisic kom Inter yfir á 44. mínútu eftir að Hakan Calhanoglu hafði jafnað metin úr vítaspyrnu.

Lautaro Martinez kom Inter í 3-1 eftir rúmlega klukkutíma. Dries Mertens minnkaði muninn með flottu mark á 79. mínútu en lengra komst Napoli ekki.

Lokatölur 3-2 fyrir Inter sem er í þriðja sæti með 28 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Napoli.

Genoa 0 - 1 Roma
0-1 Felix Afena-Gyan ('82 )

Inter 3 - 2 Napoli
0-1 Piotr Zielinski ('17 )
1-1 Hakan Calhanoglu ('25 , víti)
2-1 Ivan Perisic ('44 )
3-1 Lautaro Martinez ('61 )
3-2 Dries Mertens ('79 )

Önnur úrslit:
Ítalía: Venezia lagði Bologna - Góður sigur Sampdoria
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner