Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 21. nóvember 2021 12:29
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo vill fá Luis Enrique í stjórastólinn
Luis Enrique
Luis Enrique
Mynd: Getty Images
Portúgalski fótboltamaðurinn Cristiano Ronaldo vill fá spænska landsliðsþjálfarann Luis Enrique til Manchester United en það er Sky Sports sem greinir frá.

United er í leit að nýjum stjóra eftir að félagið rak Ole Gunnar Solskjær í dag.

Michael Carrick tekur tímabundið við á meðan félagið leitar að bráðabirgðastjóra út tímabilið.

Samkvæmt Sky Sports þá vill Cristiano Ronaldo fá Luis Enrique, þjálfara spænska landsliðsins, til að taka við keflinu af Solskjær.

Enrique hefur þjálfað landsliðið síðustu tvö ár en þar á undan þjálfaði hann Barcelona, Roma og Celta.

Hann vann þrennuna með Barcelona tímabilið 2014-2015 og samtals níu titla á þremur árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner