Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   mið 22. janúar 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
AC Milan og Souhampton berjast um Cash
AC Milan og Southampton hafa bæði spurst fyrir um Matty Cash, hægri bakvörð Nottingham Forest.

Hinn 22 ára gamli Cash hefur hjálpað Nottingham Forest í efri hlutanum í Championship deildinni á Englandi í vetur.

AC Milan horfir til Bretlands í leit að bakverði en félagið hefur einnig verið að skoða Antonee Robinson hjá Wigan og Aaron Hickey hjá Hearts í Skotlandi.

Southampton er einnig að skoða fleiri möguleika en félagið gæti fengið Kyle Walker-Peters, hægri bakvörð Tottenham á láni.
Athugasemdir