Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. janúar 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Mónakó kaupir Diatta frá Club Brugge (Staðfest)
Krepin Diatta er mættur til Mónakó
Krepin Diatta er mættur til Mónakó
Mynd: Mónakó
AS Mónakó hefur fest kaup á Krepin Diatta frá belgíska félaginu Club Brugge en hann gerir fimm og hálfs árs samning við franska úrvalsdeildarfélagið.

Diatta er 21 árs gamall vængmaður og kemur frá Senegal en hann hóf atvinnumannaferilinn hjá Sarpsborg í Noregi áður en hann var seldur til Club Brugge árið 2018.

Hann hefur verið einn af bestu mönnum Brugge síðustu þrjú árin en hann vann belgísku deildina tvisvar og Ofurbikarinn einu sinni.

Diatta er nú genginn í raðir Mónako en hann mun kosta félagið allt að 20 milljónir evra.

Hann var valinn besti ungi leikmaðurinn á Afríkumótinu árið 2019 er hann lék fyrir Senegal og Mónakó því að fá afar spennandi leikmann í hendurnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner