Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 22. janúar 2022 15:23
Brynjar Ingi Erluson
Fótbolti.net mótið: Gísli Eyjólfs hetjan í Kópavogsslagnum - Blikar í úrslit
Gísli Eyjólfsson gerði bæði mörk Blika
Gísli Eyjólfsson gerði bæði mörk Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er komið í úrslitaleik A-deildar Fótbolta.net mótsins eftir 2-0 sigur á grönnum þeirra í HK en liðin áttust við í Kórnum í dag. Gísli Eyjólfsson skoraði bæði mörk Blika.

Bæði mörk Blika komu í fyrri hálfleiknum. Gísli skoraði fyrra markið eftir sendingu frá Jasoni Daða Svanþórssyni áður en hann bætti við öðru marki undir lok fyrri hálfleiks. Kristinn Steindórsson lagði upp síðara markið.

Þetta var þriðji sigur Blika af þremur mögulegum í riðlinum og leikur liðið því til úrslita en líklegast er að liðið mætir Stjörnunni sem er með fullt hús stiga í riðli 2.

Leiknir R. vann þá Keflavík, 2-1. Birgir Baldvinsson og Shkelzen Veseli gerðu mörk Leiknis áður en Ásgeir Páll Magnússon minnkaði muninn fyrir Keflavík. Leiknismenn hafnaði því í 2. sæti riðilsins og spila um 3. sætið en ekki er ljóst hver andstæðingur þeirra verður. Keflavík spilar um 5. sætið á meðan HK spilar um 7. sætið.

Úrslit og markaskorarar:

A-deild riðill 1:

Breiðablik 2 - 0 HK
1-0 Gísli Eyjólfsson
2-0 Gísli Eyjólfsson

Keflavík 1 - 2 Leiknir R.
0-1 Birgir Baldvinsson
0-2 Shkelzen Veseli
1-2 Ásgeir Páll Magnússon
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner