Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 22. janúar 2022 12:15
Brynjar Ingi Erluson
Gæti fengið sparkið eftir vafasama kynningu á Yazici
Yusuf Yazici spilar með CSKA út tímabilið
Yusuf Yazici spilar með CSKA út tímabilið
Mynd: Heimasíða CSKA
Rússneska félagið CSKA Moskva tilkynnti tyrkneska landsliðsmanninn Yusuf Yazici á dögunum en hann kom á láni frá franska meistaraliðinu Lille. Kynningin á leikmanninum varð þó til þess að ritstjóri CSKA TV var send heim úr æfingabúðum félagsins og á hættu á að missa starf sitt.

Yazici var magnaður með Lille á síðustu leiktíð er hann var markahæsti leikmaður Evrópudeildarinnar með 7 mörk og hjálpaði þá liðinu að vinna frönsku deildina.

Hlutverk hans breyttist hjá Lille er nýr þjálfari kom inn og var því lánaður til CSKA en í kjölfarið var hann kynntur á samfélagsmiðlum hjá rússneska félaginu.

Kynningin átti að halda í við þau trend sem hafa verið í gangi og sýndi þar myndband af CSKA senda Yazici ítrekuð skilaboð án þess að fá svar.

„Yusuf, þetta er Rússland, það eru margar Natöshur hérna," skrifaði svo CSKA og þá svaraði tyrkneski framherjinn og sagði að það væru fimm mínútur í hann.

Misheppnuð tilraun hjá CSKA sem lyktaði af mikilli kvenfyrirlitningu í garð rússneskra kvenna og er nafnið Natasha oft notað þegar talað er um hvítar rússneskar vændiskonur. Katerina Kirilcheva, ritstjóri CSKA TV, var ábyrg fyrir færslunni og var send heim úr æfingabúðum liðsins á Campo Amor á Spáni og gæti nú misst starf sitt en hún hefur sent frá sér afsökunarbeiðni.

„Það er mikil eftirsjá í þessari kynningu á Yusuf Yazici. Ég vil biðja allar þær konur sem ég særði, stuðningsmenn félagsins og þá sérstaklega Yusuf Yazici, sem vissi ekki af þessu efni," sagði Kirilcheva.


Athugasemdir
banner
banner