Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 22. janúar 2022 16:14
Ívan Guðjón Baldursson
Hálfleikur í Brentford 72 mínútum eftir upphafsflautið
Mynd: Getty Images
Staðan er markalaus í hálfleik hjá Brentford og Wolves en það þurfti að bæta nítján mínútum við fyrri hálfleikinn.

Fyrst var leikurinn stöðvaður í sex mínútur eftir að tveir miðjumenn Brentford skullu saman. Þeim var báðum skipt af velli en skömmu síðar flaug dróni yfir völlinn og voru leikmenn sendir til búningsklefa af öryggisástæðum.

Því var bætt nítján mínútum við fyrri hálfleikinn en dómarinn flautaði ekki til leikhlés fyrr en 72 mínútum eftir upphafsflautið.

Staðan er markalaus í hálfleik, rétt eins og í öðrum leikjum dagsins. Leeds er að spila við Newcastle og Manchester United er að etja kappi við West Ham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner