Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 22. febrúar 2020 11:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eitt besta afrek Mourinho ef Tottenham nær topp fjórum
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að það yrði sitt besta afrek ef hann nær að koma Tottenham í Meistaradeildina á þessu tímabili.

Tottenham er í meiðslavandræðum framarlega á vellinum. Bæði Harry Kane og Son Heung-min eru frá vegna meiðsla.

Mourinho sagði áður að það að ná öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni með Manchester United væri eitt af hans bestu afrekum, en að ná Meistaradeildarsæti með Tottenham myndi mögulega toppa það.

„Já, undir þessum kringumstæðum," sagði Mourinho. „Það yrði eitthvað ótrúlegt við það að vera á meðal fjögurra efstu liðanna án Harry og Sonny."

Tvöfaldi Meistaradeildarsigurvegarinn Mourinho fer aftur á gamlan heimavöll, Stamford Bridge, í dag þegar Tottenham sækir Chelsea heim. Leikurinn hefst klukkan 12:30 og er mikilvægur í Meistaradeildarbaráttunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner