Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 22. febrúar 2020 14:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Giroud kátur eftir fyrsta byrjunarliðsleikinn í þrjá mánuði
Sáttur Giroud.
Sáttur Giroud.
Mynd: Getty Images
Olivier Giroud, sóknarmaður Chelsea, byrjaði sinn fyrsta leik fyrir félagið síðan í nóvember á síðasta ári er liðið vann 2-1 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Giroud þakkaði byrjunarliðssætið með því að brjóta ísinn fyrir Chelsea með flottu marki á 15. mínútu. Markið má sjá hérna.

Franski landsliðsmaðurinn hefur ekki verið í náðinni hjá Frank Lampard á tímabilinu, en þar sem Tammy Abraham er að koma úr meiðslum og út af slakri frammistöðu Michy Batshuayi, þá fékk Giroud tækifærið í byrjunarliðinu.

„Þetta var góð tilfinning fyrir mig, gott augnablik og ég er mjög ánægður að við skyldum vinna. Ég byrjaði ekki í þrjá mánuði og þetta er sérstakur dagur fyrir mig, og okkur alla," sagði Giroud.

„Tottenham er að berjast við okkur um Meistaradeildarsæti og það er ánægjulegt að komast fjórum stigum á undan þeim."
Athugasemdir
banner
banner
banner