Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 22. febrúar 2022 18:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óróaástand í Hvíta-Rússlandi - KSÍ ítrekað óskað eftir breyttum leikstað
Icelandair
Kvennalandsliðið
Kvennalandsliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klara Bjartmarz
Klara Bjartmarz
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í apríl á íslenska kvennalandsliðið að mæta Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM. Leikurinn er settur á Borisov Arena í borginni Borisov og á að fara fram fimmtudaginn 7. apríl.

Það er langt í frá einfalt að ferðast til Borisov og ef skoðaðar eru upplýsingar um ferðalög til Hvíta-Rússlands er algjörlega mælt gegn því að fara til nokkurra svæða í landinu og bent á að heimsækja aðra staði einungis ef nauðsyn krefur.

Frá því í upphafi árs hafa hernaðaraðgerðir við landamæri Hvíta-Rússlands aukist. Spennan á landamærum Rússlands og Úkraínu fer vaxandi eins og margir vita og möguleiki á því að stríð hefjist. Rússar eru með hermenn í Hvíta-Rússlandi en forseti landsins, Alexander Lukashenko, er bandamaður Vladimir Putin forseta Rússlands. Þá er einnig hætta á því að staðbundnum lögum sé einungis framfylgt í handahófi.

Á vefsíðunni gov.uk, sem haldið er út af breska stjórnarráðinu, má lesa eftirfarandi:

„Ef hernaðaraðgerðir eiga sér stað verður geta okkar til að bjóða fram aðstoð takmörkuð." Í maí á síðasti ári var flugi Ryanair frá Aþenu til Vilnius beint til Minsk og krafist neyðarlendingar þar. Degi eftir mælti breska stjórnarráðið með því að engin flug færu yfir hvítrússneska flughelgi og öllum flugum til Hvíta-Rússlands var aflýst.

Fótbolti.net ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, og spurði hvort að aðilar innan sambandsins hefðu rætt við UEFA um leikinn gegn Hvíta-Rússlandi.

„Við erum búin að ræða það mál ítrekað við UEFA og koma á framfæri mjög ákveðnum mótmælum við leikstaðinn sem slíkan. Við gerðum það síðast í gær. Við höfum fengið svör en höfum beðið um fund með fulltrúum UEFA sem koma á þingið núna um helgina. Þessir aðilar eru væntanlegir til landsins á föstudag og við höfum beðið um fund með þeim varðandi þetta mál. Við höfum einnig verið í sambandi við utanríkisráðuneytið vegna málsins."

„Það eina sem við förum fram á er að leikstaður verði endurskoðaður, bæði með tilliti til öryggi okkar liðs og líka með tilliti til þess hversu flókið er að komast þangað,"
sagði Klara.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner