Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 22. febrúar 2024 11:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Árni Elvar í Þór (Staðfest) - Ómar og Akseli ekki áfram
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Árni Elvar Árnason er genginn til liðs við Þór frá Leikni og mun spila með liðinu á komandi leiktíð í Lengjudeildinni.


Árni Elvar er 27 ára gamall miðjumaður og er uppalinn í Leikni en hann hóf meistaraflokksferil sinn með KB árið 2014. Hann lék sinn fyrsta leik með Leikni árið 2016. Hann hefur leikið 177 leiki og skorað níu mörk.

Hann lék æfingaleik gegn KFA á dögunum og verður klár í slaginn fyrir leik Þórs gegn HK í Lengjubikarnum um helgina.

Hann lék undir stjórn Sigurðar Heiðars Höskuldssonar hjá Leikni sem þjálfar Þór í dag.

Hann er annar leikmaðurinn sem Þór fær til sín í vetur en portúgalski framherjinn Rafael Victor er mættur í Þorpið frá Njarðvík.

Þá tilkynnti Þór að finnski varnarmaðurinn Akseli Kalermo verði ekki áfram hjá félaginu og félagið komst að samkomulagi við markvörðinn Ómar Castaldo Einarsson um að rifta samningnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner