Brasilíski fótboltamaðurinn fyrrverandi, Dani Alves, hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun.
Atvikið átti sér stað á skemmtistað í Barcelona í desember árið 2022. Hann var handtekinn í janúar á síðasta ári en hann neitaði ásökunum fyrir rétti.
Hann mun þurfa að greiða fórnarlambinu 150 þúsund evrur. Hann mun fá tækifæri til að áfrýja dómnum.
Ríkissaksóknarar höfðu farið fram á níu ára fangelsisdóm yfir Alves á meðan lögfræðingar sem fulltrúar ákæranda hans vildu fá 12 ára fangelsi. Verjendur hans fóru fram á að hann yrði sýknaður, eða ef hann yrði fundinn sekur yrði hann dæmdur til eins árs fangelsisvistar og að greiða fórnarlambinu fimmtíu þúsund evrur.
Athugasemdir