Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 22. febrúar 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin í dag - Hvaða lið fara í 16-liða úrslit?
Roma mætir Feyenoord
Roma mætir Feyenoord
Mynd: EPA
Umspil um sæti í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar hefst í kvöld en alls fara átta leikir fram.

Stærsti leikurinn er leikur Rennes og Milan en sá leikur hefst klukkan 17:45. Milan vann fyrri leikinn 3-0 og er því með annan fótinn í 16-liða úrslit.

Toulouse og Benfica eigast við á sama tíma og þá spilar Roma við Feyenoord í Róm klukkan 20:00. Þessi lið mættust í úrslitum Sambandsdeildar Evrópu árið 2022 þar sem Roma hafði betur.

Fyrri leikur liðanna fór 1-1 og því allt undir í kvöld.

Leikir dagsins:
17:45 Rennes - Milan (0-3)
17:45 Freiburg - Lens (0-0)
17:45 Toulouse - Benfica (1-2)
17:45 Qarabag - Braga (4-2)
20:00 Roma - Feyenoord (1-1)
20:00 Sporting - Young Boys (3-1)
20:00 Sparta Praha - Galatasaray (2-3)
20:00 Marseille - Shakhtar D (2-2)
Athugasemdir
banner
banner
banner