Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. mars 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Konami meinaði Barcelona aðgang að FIFA mótinu
Mynd: Konami
Japanski tölvuleikjaframleiðandinn Konami var ekki að vinna sér inn mörg vinsældarstig á Spáni í miðjum faraldri.

Búið er að aflýsa öllum leikjum spænska boltans og því ákváðu leikmenn og félög að halda 20-liða FIFA mót, þar sem hvert félag sendi einn fulltrúa til leiks.

Barcelona sendi Sergi Roberto á meðan Real Mallorca valdi Alejandro Pozo sem fulltrúa sinn. Hvorugur þeirra fær þó að taka þátt í mótinu vegna þess að knattspyrnufélögin eru með styrktarsamninga við Konami, framleiðendur PES leikjanna.

Þetta hefur farið illa í marga fótboltaaðdáendur enda er þetta mót partur af mikilvægu átaki og söfnun til að berjast gegn kórónuveirunni á Spáni. Átakið snýst um að hvetja fólk til að finna sér eitthvað að gera heima frekar en að fara út og auka þannig útbreiðslumöguleika veirunnar.

Mótið er í fullum gangi þessa helgi og fóru 16-liða úrslitin fram í gær. 8-liða úrslitin verða spiluð í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner