Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 22. mars 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Real og Atletico komin í 8-liða úrslit
Spænska deildin er í pásu vegna kórónuveirunnar en leikmenn taka þátt í átaki sem miðar að því að hvetja almenning til að halda sig heima á meðan heimsfaraldurinn líður hjá.

Átakið felst í því að hvert lið deildarinnar sendir einn fulltrúa til að taka þátt í FIFA móti.

16-liða úrslitin fóru fram í gærkvöldi og í dag verða 8-liða úrslitin spiluð.

Marco Asensio spilar fyrir hönd Real Madrid og er kominn áfram í næstu umferð, rétt eins og Marcos Llorente sem spilar fyrir Atletico Madrid.

Llorente var undir gegn Adnan Januzaj (Real Sociedad) en náði magnaðri endurkomu og vann að lokum 5-3.

Borja Iglesias, sóknarmaður Real Betis, gjörsamlega rúllaði yfir Jason Remeseiro leikmann Getafe og vann 7-1.

Liðin sem eru komin áfram:
Leganes
Alaves
Athletic Bilbao
Atletico Madrid
Real Betis
Villarreal
Real Madrid
Eibar
Athugasemdir
banner