Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 22. mars 2020 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Úrvalsdeildin gæti farið af stað meðan fólk er í einangrun
Mynd: Getty Images
Martin Semmens, framkvæmdastjóri Southampton, hefur trú á því að enska úrvalsdeildin muni fara af stað í maí.

Hann telur að úrvalsdeildin geti farið fram fyrir luktum dyrum jafnvel meðal almenningur er enn skorðaður við heimili sín vegna kórónuveirunnar.

„Þegar veiran er liðin hjá í knattspyrnuheiminum þá vill ríkisstjórnin fá okkur til að spila fótbolta, það væri stórt batamerki fyrir þjóðina," sagði Semmens.

„Ef fólki er haldið heima þá mun það allavega geta horft á fótbolta daglega í sjónvarpinu. Það getur ekki verið annað en jákvætt. Við getum gefið fólki skemmtun á erfiðum tímum og sýnt samstöðu gegn veirunni.

„Markmiðið er að ljúka deildartímabilinu í júní en það gæti orðið erfitt. Það er mikilvægt að enda tímabilið sem fyrst til að þetta hafi ekki áhrif á komandi tímabil."

Athugasemdir
banner
banner