Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. mars 2023 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mesut Özil leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Mikill skemmtikraftur þegar hann var á deginum sínum.
Mikill skemmtikraftur þegar hann var á deginum sínum.
Mynd: Getty Images
Heimsmeistari árið 2014.
Heimsmeistari árið 2014.
Mynd: Getty Images
Mesut Özil tilkynnti í dag að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna og ferlinum væri því lokið. Özil er 34 ára og var á samningi hjá Istanbul Basaksehir í Tyrklandi.

Hann kom aðeins við sögu í átta leikjum á tímabilinu, missti mikið út vegna bakmeiðsla. Hann kallar þetta gott á þessum tímapunkti þrátt fyrir að tveir mánuðir séu eftir af tímabilinu.

Á ferli sínum lék Özil með Schalke, Werder Bremen, Real Madrid, Arsenal, Fenerbahce, Istanbul Basaksehir og þýska landsliðinu. Hann er fæddur í Gelsenkirhcen, foreldrar hans tyrkneskir innflytjendur.

Á ferlinum varð hann heimsmeistari með þýska landsliðinu, Evrópumeistari með U21 landsliðinu, fjórum sinnum enskur bikarmeistari með Arsenal, spænskur meistari með Real og einnig spænskur bikarmeistari en fyrsti titilinn var með Werder Bremen vorið 2009 þegar hann varð þýskur bikarmeistari.

Hann var leikmaður ársins í Þýskalandi fimm sinnum á ferlinum og var í liði ársins hjá UEFA árin 2012 og 2013. Lengst var hann hjá Arsenal og skoraði hann 33 mörk í 184 deilarleikjum og lagði upp 54 mörk. Alls urðu deildarleikirnir 427 á ferlinum og mörkin 73.

„Ég hef notið þeirra forréttinda að hafa verið atvinnumaður í fótbolta í tæp 17 ár og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið það tækifæri. Á síðustu vikum og mánuðum, eftir að hafa glímt við meiðsli, hef ég komist að þeirri niðurstöðu að tíminn sé kominn til að yfirgefa stóra sviðið," skrifar Özil í færslu á Instagram. Færsluna má sjá neðst í fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner