Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
   mið 22. mars 2023 22:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Það komu engin tilboð í kvöld - Fá frekari frest
Mynd: Jassim Bin Hamad Al Thani

Tveir fjárfestingahópar voru sagðir hafa gert tilboð í Manchester United í kvöld en Raine Group sem sér um söluna á félaginu staðfestir að það sé rangt.


Hópurinn sem Sjeik Jassim frá Katar stendur fyrir sagðist hafa gert tilboð en það reyndist rangt. Þá barst ekkert tilboð frá Sir Jim Ratcliffe.

Báðir aðilar báðu um frekari frest sem hefur verið samþykkt en það hefur ekki verið tekið fram hversu langur fresturinn er.

Glazer fjölskyldan sem á Manchester United hefur ekki gefið út hversu mikið það vill fá fyrir félagið en það var talið að hópurinn frá Katar hafi gert risastórt tilboð í félagið.

Átta tilboð bárust þó í dag en ekki öll voru kaup á félaginu í heild.


Athugasemdir
banner
banner
banner