Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. mars 2023 07:30
Elvar Geir Magnússon
München
Þakkar Mourinho og vonast til að spila gegn Íslandi
Icelandair
Benjamin Tahirovic, leikmaður Roma.
Benjamin Tahirovic, leikmaður Roma.
Mynd: EPA
Mynd: BIH - Fótboltasamband
Varnarmaðurinn Sead Kolasinac æfði ekki með bosníska landsliðinu í gær en hann er að glíma við meiðsli og ansi ólíklegt að hann komi við sögu í leiknum gegn Íslandi annað kvöld. Kolasinac, sem er fyrrum leikmaður Arsenal en spilar í dag fyrir Marseille, var í einstaklingsæfingum á meðan liðsfélagar hans æfðu.

Bosníumenn virðast þó enn binda vonir við að Kolasinac gæti hjálpað liðinu í seinni leik þeirra í landsleikjaglugganum, leik gegn Slóvakíu.

Bosníumenn eru ansi spenntir fyrir miðjumanninum tvítuga Benjamin Tahirovic sem er í landsliðshópnum. Tahirovic vonast til að spila sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi. Tahirovic hefur komið við sögu í fimm leikjum með Roma í ítölsku A-deildinni á þessu tímabili.

Tahirovic fæddist í Svíþjóð þann 3. mars 2003 en segir að aldrei hafi verið vafi á því að hann ætlaði sér að spila fyrir Bosníu/Hersegóvínu.

„Í mínum huga var aldrei vafi á því fyrir hvaða landslið ég ætlaði að spila, osk mín var alltaf að klæðast búningi Bosníu/Hersegóvínu. Ég var hrifinn af þeim áætlunum sem Hadzibegic þjálfari kynnti fyrir mér. Það eru gæðaleikmenn í liðinu og ég er stoltur að vera hluti af því," segir Tahirovic.

„Ég tel okkur vera nægilega góða til að ná í frábær úrslit. Við óttumst engan, við erum að undirbúa okkur eins og best verður á kosið og ég hef fulla trú á því að við komumst á EM 2024."

„Ég er þakklátur Jose Mourinho (stjóra Roma) fyrir að hafa gefið mér tækifæri og fá mínútur í mikilvægum leikjum gegn Bologna og Milan. Ég á enn mikið verk óunnið, það er pláss fyrir bætingu og ég tel að ég sé á réttri leið."

Annað kvöld klukkan 19:45 leikur Ísland gegn Bosníu/Hersegóvínu í borginni Zenica. Á sunnudag er útileikur gegn Liechtenstein.

Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner