Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 22. apríl 2024 06:00
Hafliði Breiðfjörð
KR þakkaði Kennie Chopart fyrir framlag sitt fyrir leikinn gegn Fram
Páll Kristjánsson og Kenny Chopart fyrir leikinn í gær.
Páll Kristjánsson og Kenny Chopart fyrir leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var ekki bara Rúnar Kristinsson þjálfari Fram sem mætti KR í fyrsta sinn eftir að hafa yfirgefið félagið um helgina því Kennie Chopart var einnig í byrjunarliði Fram.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Fram

Chopart lék með KR í átta tímabil, frá 2016 - 2023 og var í miklum metum hjá félaginu.

Að síðasta tímabilinu loknu ákvað hann að söðla um og fylgja Rúnari Kristinssyni þjálfara sínum í Úlfarsárdalinn og spila með Fram.

Liðin mættust svo í Bestu-deildinni í fyrradag en þar sem grasið hjá KR var ekki klárt var spilað á heimavelli Þróttar í Laugardalnum.

Fyrir leikinn afhenti Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR Kennie Chopart viðurkenningarskjöld fyrir framlag sitt til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner