Cyriel Dessers skoraði bæði mörk Rangers þegar liðið vann 2-0 sigur gegn Hearts í undanúrslitum skoska bikarsins í gær.
Það verða því tvö stærstu lið landsins, erkjifjendurnir Rangers og Celtic, sem munu leika til úrslita þann 25. maí.
Það verða því tvö stærstu lið landsins, erkjifjendurnir Rangers og Celtic, sem munu leika til úrslita þann 25. maí.
Sigur Rangers var sannfærandi en Celtic átti í meiri vandræðum í hinum undanúrslitaleiknum, þegar liðið mætti Aberdeen á laugardag.
Þar var staðan 2-2 eftir venjulegan leiktíma og 3-3 eftir framlengingu. Markvörðurinn Joe Hart var hetja Celtic í vítakeppni.
Athugasemdir