mið 22. maí 2019 10:30
Elvar Geir Magnússon
Brasilískur sóknarmaður orðaður við Man Utd
Manchester United er sagt hafa rætt við brasilíska félagið Fluminese um Pedro, 21 árs sóknarmann félagsins.

Pedro var orðaður við Real Madrid á síðasta ári en meiddist svo illa á hné og þurfti að fara í aðgerð.

Hann er kominn aftur á fulla ferð og hefur skorað tvö mörk í sex leikjum.

Inter, Atalanta og Bordeaux hafa einnig verið með augastað á Pedro sem átti að spila sinn fyrsta leik fyrir brasilíska landsliðið í fyrra, áður en hann meiddist.

Manchester United ræðir við Dybala
Það eru ýmsar sögur í gangi varðandi Manchester United en Ole Gunnar Solskjær vill endurnýjun í leikmannahópnum. Tuttosport á ítalíu segir að United hafi verið að ræða við Paulo Dybala, leikmann Juventus, síðustu fjórar vikur.

Þessi 25 ára Argentínumaður hefur verið orðaður við brottför frá Juventus í nokkurn tíma.
Athugasemdir
banner