Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 22. maí 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barton myndi finna til með liði eins og Sunderland
Joey Barton, knattspyrnustjóri Fleetwood Town.
Joey Barton, knattspyrnustjóri Fleetwood Town.
Mynd: Getty Images
Joey Barton, knattpspyrnustjóri Fleetwood Town í ensku C-deildinni, vill að tímabilið verði klárað.

Félög í ensku C-deildinni hafa verið ósammála um það hvort eigi að klára tímabilið eða ekki. Ef að sú ákvörðun verður tekin um að hætta tímabilinu vegna kórónuveirunnar, eins og gert var í D-deildinni, þá ræðst lokaniðurstaðan á meðalfjölda stiga. Lið munu áfram komast upp og falla úr deildunum þremur fyrir neðan ensku úrvalsdeildina þó að keppni í þeim verði hætt. Umspil yrði spilað sama hvað, en eins og í C-deildinni þá fara tvö efstu liðin beint upp og liðin í þriðja til sjötta sæti fara í umspil.

Barton yrði svekktur ef að tímabilið myndi ekki klárast. Fleetwood er sem stendur í fimmta sæti, en miðað við meðalfjölda stiga þá er liðið í sjötta sæti. Barton telur að ef tímabilið heldur áfram þá eigi Fleetwood möguleika á því að vera á meðal tveggja efstu liðanna og fara beint upp.

Barton, sem er fyrrum leikmaður Newcastle, myndi þá einnig finna til með liðum eins og Peterborough og Sunderland sem rétt missa af umspili um að komast upp ef tímabilinu yrði hætt.

„Við yrðum vonsviknir en við myndum eiga möguleika í umspilinu. Ég hélt að ég myndi aldrei segja þetta, en ég myndi finna til með Sunderland. Ég myndi líka finna til með liðum eins og Gillingham, Doncaster og Ipswich sem telja sig líklega eiga möguleika á því að koamst í umspilið," sagði Barton í viðtali á Sky Sports.

Barton segist líka skilja þau félög sem vilja ekki byrja tímabilið aftur. „Við verðum að finna jafnvægið á milli þess sem er rétt fyrir alla aðila og það sem er rétt fyrir keppnina."
Athugasemdir
banner
banner