fös 22. maí 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Guðmunda missir af fyrstu vikum tímabilsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmunda Brynja Óladóttir, framherji KR, mun missa af upphafi tímabils í Pepsi Max-deildinni vegna meiðsla.

Guðmunda hefur verið meidd í allan vetur og er á leið í aðgerð. Möguleiki er á að hún snúi aftur í júlí.

„Hún hefur verið að glíma við meiðsli í mjöðm og nára frá því í nóvember og er að fara í aðgerð núna 25. maí," sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net.

„Allar svona aðgerir hafa verið á ís undanfarið og því löng bið búin að vera. Hún fer í mjaðmaspeglun og vonandi fáum við skýra mynd með stöðuna út frá því."

Guðmunda kom til KR frá Stjörnunni fyrir síðasta tímabil og skoraði fimm mörk í fimmtán leikjum.

KR hefur fengið góðan liðsstyrk í vetur og er spáð 5. sæti í spá Heimavallarins fyrir tímabilið en liðið endaði í 7. sæti í fyrra.
Heimavöllurinn - Spá fyrir Pepsi Max 2020
Athugasemdir
banner
banner