Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 22. maí 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Heimir: Raunhæft að íslenkt lið komist í riðlakeppni í Evrópu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, telur raunhæft að íslenskt félag koist alla leið í riðlakeppni í Evrópukeppni í framtíðinni. Heimir segir þetta Heimir í viðtali við Benedikt Bóas Hinriksson, Breka Logason og Jóhann Alfreð Kristinsson í hlaðvarpinu Vængjum þöndum hjá Val.

„Ég tel að það sé raunhæft að komast í riðlakeppni. Það er gríðarleg vinna og auðvitað þarftu að vera með lið í toppformi. Þú þarft að vera taktískt séð mjög klókur og þú þarft að vera heppinn með drættina," sagði Heimir.

„Ef allir leggjast á eitt þá er möguleiki á að komast í riðlakeppni. Sérstaklega í Evrópudeildinni. Það er styttra og aðeins lakari andstæðingar. Ég trúi því að einn daginn eigi íslenskt lið eftir að komast þarna. Við getum tekið dæmi Dudelange frá Lúxemborg og Dundalk frá Írlandi. Þau hafa komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar."

„Það er líka gríðarlega mikilvægt að liðin fái hjálp frá KSÍ til að þetta geti gengið. Írska sambandið frestaði leikjum hjá Dundalk í deildinni á sínum tíma því þeir sáu að það var möguleiki á að Dundalk gæti gert góða hluti í Evrópukeppninni. Þeir voru bara að spila í forkeppninni."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner