Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 22. maí 2022 19:41
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Tindastóll setti tólf gegn Afríku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afríka 0 - 12 Tindastóll
0-1 Basilio Jordan Meca ('33)
0-2 Jónas Aron Ólafsson ('42)
0-3 Basilio Jordan Meca ('56)
0-4 Jóhann Daði Gíslason ('57)
0-5 Jóhann Daði Gíslason ('58)
0-6 Basilio Jordan Meca ('65)
0-7 Basilio Jordan Meca ('72)
0-8 Basilio Jordan Meca ('79)
0-9 Benedikt Kári Gröndal ('81)
0-10 Jónas Aron Ólafsson ('82)
0-11 Juan Carlos Dominguez Requena ('84)
0-12 Svend Emil Busk Friðriksson ('91)


Afríka og Tindastóll áttust við í eina leik kvöldsins í 4. deildinni og úr varð algjör markasúpa.

Fyrri hálfleikurinn var tiltölulega rólegur þar sem gestirnir frá Sauðárkróki leiddu aðeins með tveimur mörkum. Þeir gerðu sér hins vegar lítið fyrir og bættu tíu mörkum til viðbótar við í seinni hálfleik.

Basilio Jordan Meca var atkvæðamestur með fimm mörk á meðan Jóhann Daði Gíslason og Jónas Aron Ólafsson settu sitthvora tvennuna.

Stólarnir eru með fjögur stig eftir jafntefli við KFK í fyrstu umferð.


Athugasemdir
banner
banner
banner