Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. maí 2022 18:48
Ívan Guðjón Baldursson
Roy Keane: Gæti orðið fyrir stunguárás næst
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Það áttu ótrúlegar senur sér stað eftir að Manchester City tryggði sér Englandsmeistaratitilinn í dag.


Stuðningsmenn sprettu á völlinn til að fagna með sínum mönnum en nokkrir vanvitar réðust á Robin Olsen, markvörð Aston Villa, á leið sinni í fagnaðarlætin.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áhorfendur gerast sekir um að ráðast á fótboltamenn að leikslokum en slíkt atvik átti sér stað í umspili Championship deildarinnar á dögunum þegar stuðningsmaður Nottingham Forest skallaði Biilly Sharp, leikmann Sheffield United.

„Maður veit aldrei hvað svona aumingjum dettur í hug, það gæti einhver verið stunginn næst," sagði Roy Keane um málið til að taka undir með hörðum orðum Gary Neville.

„Það er fyrir neðan allar hellur að þessi fífl hagi sér svona. Það eru 20 eða 30 ár liðin síðan við tókum aðskilnaðargrindurnar niður og svona hegðun getur ekki leitt neitt gott af sér," sagði Neville í beinni útsendingu Sky.

„Hingað koma fjölskyldur til að njóta sín, svona hálfvitar eiga ekki heima hér."

Sjá einnig:
Ráðist á markvörð Villa í fagnaðarlátunum


Athugasemdir
banner
banner
banner