Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 11:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Leitin var mjög einföld"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson var í dag tilkynntur sem nýr aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. Davíð hefur undanfarin ár verið þjálfari U21 landsliðsins. Hann stýrði liðinu í lokakeppninni árið 2021 og fór ári seinna með liðið í umspil um sæti á EM2023.

Davíð mun aðstoða Age Hareide með A-landsliðið, tekur við starfinu sem Jóhannes Karl Guðjónsson sinnti áður en hann var ráðinn þjálfari danska félagsins AB. Eftir að Jói Kalli samdi við AB var Davíð Snorri strax mjög líklegur kostur í stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara.

Hareide var spurður út í nýja aðstoðarmanninn sinn á fréttamannafundi í dag.

„Leitin var mjög einföld. Ég held að Toddi (Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ) og Jörundur (Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá sambandinu) hafi átt samtal um þetta. Það sem er mikilvægast er að hafa tengingu við hina þjálfarana. Davíð hefur verið að fylgjast með þessum leikmönnum í mörg ár og hefur verið þjálfari U21 landsliðsins."

„Hann var með náttúrulega tengingu við A-landsliðið. Ég var ánægður með tímann með Jóa og ég var líka með mjög góða tengingu við Davíð út af því að margir af leikmönnunum í A-landsliðinu höfðu verið í U21 liðinu. Ég þekki hann vel, veit að hann leggur hart að sér. Hann var tilbúinn að taka þetta að sér."

„Það var í forgangi að finna Íslending í þetta starf,"
sagði Hareide.

Fyrsta verkefni Davíðs með A-landsliðinu verða tveir æfingaleikir í júní. Leikirnir verða gegn Englandi og Hollandi ytra.
Athugasemdir
banner
banner
banner