Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar 2026 verður í Búdapest
Leikið verður á Puskas Arena 2026.
Leikið verður á Puskas Arena 2026.
Mynd: Getty Images
Annan laugardag mætast Borussia Dortmund og Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley leikvangnum í Lundúnum. Á næsta ári verður úrslitaleikurinn á á Allianz Arena í München.

Framkvæmdastjórn UEFA fundaði í dag og ákvað að úrslitaleikurinn 2026 verði í Puskas Arena í Búdapest, Ungverjalandi. Þá er stefnt á að spila úrslitaleikinn 2027 í Mílanó en með þeim fyrirvara að endurbætur á San Siro leikvangnum verði tryggðar.

Tveir úrslitaleikir á Besiktas Park í Istanbúl
Í kvöld leika Atalanta og Bayer Leverkusen til úrslita í Evrópudeildinni á Aviva leikvangnum í Dyflinni en úrslitaleikurinn á næsta ári verður í Bilbao á Spáni.

Ákveðið hefur verið að úrslitaleikurinn 2026 verði á Besiktas Park í Istanbúl og ári síðar verður leikið í Frankfurt.

Í Sambandsdeildinni verður úrslitaleikur Olympiakos og Fiorentina á heimavelli AEK Aþenu í næstu viku. Úrslitaleikur keppninnar að ári verður í Wroclaw í Póllandi.

Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar 2026 verður á RB Arena í Leipzig og ári síðar verður svo leikið á Besiktas Park í Tyrklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner