Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 22. júní 2021 23:45
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Átta marka jafntefli á Ólafsvíkurvelli
Berserkir unnu 5-0 sigur á Afríku
Berserkir unnu 5-0 sigur á Afríku
Mynd: Guðmundur Arnar Sigurðsson
Fimm leikir fóru fram í 4. deild karla í kvöld og þar af þrír leikir í A-riðli deildarinnar. RB vann þar góðan 3-2 sigur á KFR. Í C-riðli gerðu Reynir H. og Álafoss 4-4 jafntefli.

Í A-riðli vann GG 2-1 sigur á Árborg. Staðan var 1-1 í hálfleik en Ingi Rafn Ingibergsson náði í stigin þrjú með marki úr víti á 75. mínútu.

RB vann KFR 3-2. Reynir Þór Valsson skoraði tvö fyrir RB sem er nú komið í 2. sæti riðilsins með 13 stig.

Berserkir unnu þá 5-0 sigur á Afríku. Jón Steinar Ágústsson skoraði tvívegis fyrir Berserki. Afríka hefur tapað öllum leikjum sínum í riðlinum á meðan Berserkir hefur unnið þrjá og tapað þremur.

Hamar vann Skallagrím 1-0 í B-riðli. Bjarki Rúnar Jónínuson gerði sigurmarkið á 23. mínútu en Hamar er á toppnum með 19 stig á meðan Skallagrímur er í 4. sæti með 10 stig.

Í C-riðlinum gerðu Reynir H. og Álafoss hádramatískt jafntefli, 4-4, þar sem jöfnunarmarkið kom þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Álafoss komst í 4-3 á 86. mínútu með marki frá Milos Jugovic en Aníbal Joao Oliveira Costa jafnaði á 95. mínútu og bjargaði þar með stigi fyrir Reynismenn.

Álafoss er með 7 stig í 6. sæti en Reynir með 4 stig í 7. sæti.

Úrslit og markaskorarar:

GG 2 - 1 Árborg
1-0 Björgvin Hafþór Ríkharðsson ('18 )
2-0 Róbert Páll Arason ('21 )
2-1 Ingi Rafn Ingibergsson ('75, víti )

KFR 2 - 3 RB
0-1 Reynir Þór Valsson ('14 )
0-2 Jón Arnór Sverrisson ('54 )
0-3 Reynir Þór Valsson ('66 )
1-3 Trausti Rafn Björnsson ('89 )
2-3 Trausti Rafn Björnsson ('90 )
Rautt spjald: Hjörvar Sigurðsson ('77, KFR )

Berserkir 5 - 0 Afríka
1-0 Jón Steinar Ágústsson ('4 )
2-0 Kormákur Marðarson ('11 )
3-0 Jón Steinar Ágústsson ('39 )
4-0 Tristan Egill Elvuson Hirt ('62 )
5-0 Sölvi Þrándarson ('70 )

Hamar 1 - 0 Skallagrímur
1-0 Bjarki Rúnar Jónínuson ('23 )

Reynir H. 4 - 4 Álafoss
0-1 Atli Freyr Gíslason ('14 )
1-1 Kristófer Máni Atlason ('20 )
2-1 Dominik Wojciechowski ('32 )
2-2 Andrés Guðbjörn Andrésson ('47 )
2-3 Kristinn Aron Hjartarson ('51 )
3-3 Heimir Þór Ásgeirsson ('57, víti )
3-4 Milos Jugovic ('86 )
4-4 Aníbal Joao Oliveira Costa ('90 )
Athugasemdir
banner
banner