Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 22. júní 2021 20:38
Brynjar Ingi Erluson
Modric elsti og yngsti markaskorari Króatíu á EM
Luka Modric skoraði með flottu utanfótarskoti
Luka Modric skoraði með flottu utanfótarskoti
Mynd: EPA
Luka Modric, fyrirliði króatíska landsliðsins, er líklega að koma liðinu í 16-liða úrslit Evrópumótsins en hann kom Króötum í 2-1 gegn Skotlandi.

Siguvegarinn úr viðureigninni fer í 16-liða úrslitin en hann kom Króötum í 2-1 á 62. mínútu með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig.

Hann er því elsti markaskorari Króatíu á EM frá upphafi en hann er 35 ára og 286 daga gamall.

Ekki með nóg með þá er hann einnig yngsti markaskorari þjóðarinnar á mótinu en hann var 22 ára og 273 daga gamall þegar hann skoraði gegn Austurríki á EM 2008.

Eins og staðan er núna er Króatía að vinna 3-1 og því á leið í 16-liða úrslitin sem eitt af fjórum liðum með besta árangurinn í 3. sæti.
Athugasemdir
banner
banner