Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. júní 2021 16:08
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn getur ekki staðfest brottför ungra leikmanna
Birkir Jakob Jónsson í æfingarleik í vetur
Birkir Jakob Jónsson í æfingarleik í vetur
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðablik gat ekki staðfest að Birkir Jakob Jónsson og Benoný Breki Andrésson leikmenn fæddir árið 2005 séu að fara frá félaginu.

Birkir Jakob fór á reynslu til Atalanta í byrjun júní og hefur Benoný verið orðaður við íslendingaliðið Bologna.

Óskar var spurður hvort hann gæti staðfest þessar fregnir í viðtali eftir 4-0 sigurinn gegn FH á sunnudaginn.

"Nei ég get ekki staðfest þetta það, en það er einhvað að gerast með einhverja af yngri leikmönnum okkar og hverjir það eru og hvert þeir fara það verður bara að koma í ljós"

Birkir var á reynslu í upphafi mánaðar. Hann hefur verið valinn í æfingahópa U15 og U16 ára landsliðanna. Hann var á reynslu hjá Molde fyrir áramót.

Benoný er á 3. flokks aldri en hefur verið að spila með 2. flokki það sem af er sumri.

Sjá einnig: Þreifingar milli Breiðabliks og Atalanta
Athugasemdir
banner
banner
banner