Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. júní 2021 09:38
Elvar Geir Magnússon
UEFA leyfir ekki regnbogaliti á leikvangnum
Regnbogalitaður Allianz Arena á leik í þýsku deildinni í upphafi ársins.
Regnbogalitaður Allianz Arena á leik í þýsku deildinni í upphafi ársins.
Mynd: Getty Images
Borgarstjóri München í Þýskalandi, Dieter Reiter, sendi inn beiðni til UEFA um að regnbogalitir myndu umkringja Allianz Arena leikvanginn fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM alls staðar á morgun.

Reiter sendi inn beiðnina til að mótmæla nýjum reglum í Ungverjalandi sem banna fólki að deila hlutum sem eru talin styðja við samkynhneigð eða kynbreytingu til fólks sem er undir 18 ára.

UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hafnaði beiðni þýsku borgarinnar á þeim forsendum að hún sé pólitísks eðlis.

Í yfirlýsingu UEFA segir að sambandið sýni því skilning að ætlunin sé að senda skilaboð til að styðja við baráttu fyrir mannréttindum en málefnið snerti pólitík og UEFA sé stjórn­mála­lega og trú­ar­lega hlut­laust.
Athugasemdir
banner
banner
banner