Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. júní 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrjú áhugaverð félög sögð hafa boðið Herði Björgvini samning
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á miðlinum Sports24.ru er greint frá því að fimm félög hafi áhuga á því að fá Hörð Björgvin Magnússon í sínar raðir en hann er á förum frá CSKA Moskvu þar sem samningur hans rennur út um mánaðarmótin.

Tvö rússnesk félög eru nefnd í greininni og eru það Krasnodar og Torpedo Moskva. Þar segir einnig að þrjú félög utan Rússlands hafi boðið Herði samning.

Franska félagið Strasbourg er eitt þeirra. Liðið endaði í sjötta sæt í frönsku Ligue 1 í vetur. Þýska félagið Augsburg er einnig nefnt en það endaði í 14. sæti í Bundesliga. Alfreð Finnbogason hefur leikið með félaginu síðustu ár en hann er farinn frá félaginu.

Síðast á lista er Basel í Sviss sem endaði í 2. sæti svissnesku deildarinnar. Fyrr í sumar var fjallað um áhuga enska félagsins Sheffield United og AEK í Grikklandi á landsliðsmanninum.

Hörður Björgvin sneri til baka úr meiðslum á þessu ári eftir að hafa slitið hásin í fyrra. Hann kom við sögu í fjórum leikjum með CSKA á tímabilinu en þar hefur hann verið síðan sumarið 2018.

Hörður byrjaði alla þrjá leiki íslenska landsliðsins í Þjóðadeildinni í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner