Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   lau 22. júní 2024 22:49
Haraldur Örn Haraldsson
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli við KR á Víkingsvelli.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 KR

„Það er náttúrulega súrt að vinna ekki á heimavelli, eða súrt bara að vinna ekki alla leiki. Fyrstu 30 mínúturnar voru frábærar hjá okkur. Svo kemur eitthvað fyrir Halla (Halldór Smára), höfuðhögg og það var eins og allt liðið hafi fengið höfuðhögg, við svona vönkuðumst við það í einhvern smá tíma og þeir jöfnuðu leikinn. Seinni hálfleikur var bara erfitt að spila á móti svona lágvörn og finna glufur. Jafnframt að halda jafnvæginu milli þess að taka ekki allt of mikla sénsa til að fá ekki einhverja skyndisókn í andlitið og allt í einu bara tapa leiknum. Þannig að ég held að KR hafi bara komið með gott leikplan og börðust hrikalega vel. Við gerðum góða hluti líka, þetta var alls ekkert 'disaster'. Við reyndum að spila og skapa færi, það var bara smá vesen í seinni hálfleik. En mér fannst fyrri hálfeikur virkilega öflugur hjá okkur, gott flæði í leiknum."

Axel Óskar Andrésson leikmaður KR virðist hafa tekið Erling Agnarsson niður inn í teig í fyrri hálfleik. Margir Víkingar vildu fá dæmt víti þar en Arnar vildi helst ekki tjá sig of mikið um málið.

„Ég ætla bara að halda mig við það sem ég sagði eftir leikinn á móti Val. Það skiptir engu máli hvað ég segi. Jú jú það getur vel verið að það hafi verið víti eða ekki víti. Það skiptir engu máli."

Víkingur spilaði við Val fyrir aðeins fjórum dögum síðan og það gæti verið að einhverjir menn hafi verið þreyttir.

„Ég gat ekki séð það. Mér fannst fyrstu 30 mínúturnar bara geggjaðar af okkar hálfu. Við vorum alveg með þá í köðlunum og vorum hvað eftir annað að sækja á þá. En bara fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt. Þeir voru þreyttir, búnir að hlaupa mikið og svo allt í einu fá þeir mark, vel gert hjá þeim. Það er alltaf vel gert hjá þeim sem skora en ömurlegt fyrir þá sem fá á sig markið. Þá gerist bara það sem gerist alltaf er að hitt liðið fær aðeins meiri innspýtingu og kannski meiri trú á verkefni sem þeir voru búnir að missa trú á. Það sást alveg langar leiðir að þeir voru löngu búnir að missa trú á það sem þeir voru að gera í fyrri hálfleik því við herjuðum svo mikið á þá. Svo kom markið og þá kom trúin aftur, sem kannski fleytti þeim aðeins inn í hálfleikinn. Svo voru þeir bara baráttuglaðir í seinni hálfleik."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir