Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
Brynjar Kristmunds: Bað um smá ástríðu
Rikki G var í liðstjórn KFA - „Yrði fyrir neðan allar hellur“
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Eiður Aron um gengi Vestra: Höfum verið eins og hjartalínurit
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Arnar Freyr sleit líklegast hásin - „Ég plataði Beiti til að skipta í vor”
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Davíð Smári: Ég er hávær og ástríðufullur fyrir mínu starfi
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
   lau 22. júní 2024 22:49
Haraldur Örn Haraldsson
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli við KR á Víkingsvelli.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 KR

„Það er náttúrulega súrt að vinna ekki á heimavelli, eða súrt bara að vinna ekki alla leiki. Fyrstu 30 mínúturnar voru frábærar hjá okkur. Svo kemur eitthvað fyrir Halla (Halldór Smára), höfuðhögg og það var eins og allt liðið hafi fengið höfuðhögg, við svona vönkuðumst við það í einhvern smá tíma og þeir jöfnuðu leikinn. Seinni hálfleikur var bara erfitt að spila á móti svona lágvörn og finna glufur. Jafnframt að halda jafnvæginu milli þess að taka ekki allt of mikla sénsa til að fá ekki einhverja skyndisókn í andlitið og allt í einu bara tapa leiknum. Þannig að ég held að KR hafi bara komið með gott leikplan og börðust hrikalega vel. Við gerðum góða hluti líka, þetta var alls ekkert 'disaster'. Við reyndum að spila og skapa færi, það var bara smá vesen í seinni hálfleik. En mér fannst fyrri hálfeikur virkilega öflugur hjá okkur, gott flæði í leiknum."

Axel Óskar Andrésson leikmaður KR virðist hafa tekið Erling Agnarsson niður inn í teig í fyrri hálfleik. Margir Víkingar vildu fá dæmt víti þar en Arnar vildi helst ekki tjá sig of mikið um málið.

„Ég ætla bara að halda mig við það sem ég sagði eftir leikinn á móti Val. Það skiptir engu máli hvað ég segi. Jú jú það getur vel verið að það hafi verið víti eða ekki víti. Það skiptir engu máli."

Víkingur spilaði við Val fyrir aðeins fjórum dögum síðan og það gæti verið að einhverjir menn hafi verið þreyttir.

„Ég gat ekki séð það. Mér fannst fyrstu 30 mínúturnar bara geggjaðar af okkar hálfu. Við vorum alveg með þá í köðlunum og vorum hvað eftir annað að sækja á þá. En bara fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt. Þeir voru þreyttir, búnir að hlaupa mikið og svo allt í einu fá þeir mark, vel gert hjá þeim. Það er alltaf vel gert hjá þeim sem skora en ömurlegt fyrir þá sem fá á sig markið. Þá gerist bara það sem gerist alltaf er að hitt liðið fær aðeins meiri innspýtingu og kannski meiri trú á verkefni sem þeir voru búnir að missa trú á. Það sást alveg langar leiðir að þeir voru löngu búnir að missa trú á það sem þeir voru að gera í fyrri hálfleik því við herjuðum svo mikið á þá. Svo kom markið og þá kom trúin aftur, sem kannski fleytti þeim aðeins inn í hálfleikinn. Svo voru þeir bara baráttuglaðir í seinni hálfleik."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner