West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   lau 22. júní 2024 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea borgar 60 milljónir fyrir Estevao
Mynd: Getty Images
Fótboltafréttamaðurinn áreiðanlegi Fabrizio Romano greinir frá því að Chelsea er að ganga frá kaupum á Willian Estevao, sem er 17 ára sóknarleikmaður og hefur komið að 7 mörkum á rúmlega 1000 mínútum með meistaraflokki Palmeiras.

Chelsea greiðir 34 milljónir evra fyrir táninginn en við þá upphæð munu bætast 23 til 27 milljónir eftir árangri. Þetta verða því um 60 milljónir í heildina, en ekki er tekið fram hvort Palmeiras muni fá hlutfall af næstu sölu leikmannsins.

Estevao gengur til liðs við Chelsea eftir HM félagsliða á næsta ári, sem lýkur 13. júlí.

Táningurinn efnilegi á þrjú mörk í fimm leikjum með U17 landsliði Brasilíu og er kallaður Messinho vegna þess að leikstíll hans svipar til argentínsku stórstjörnunnar Lionel Messi.
Athugasemdir
banner
banner